Hoppa yfir í efnið

Hakkaraskólinn

Hér höfum við tekið saman opinberlega aðgengilegt og frítt efni sem þú getur notað til að kynna þér CTF og undirbúið þig fyrir Gagnaglímuna.

Höfum í huga að þetta er mikið efni að fara yfir. Þó að við höfum raðað því í ákveðna röð, þá þýðir það ekki að það þurfi að fara yfir það í nákvæmlega þeirri röð. Það þýðir heldur ekki að það þurfi að klára hvern lið áður en haldið er í þann næsta, og því síður að það þurfi að ná fullum skilningi á hverjum lið. Að læra tekur tima og það gera allir á sínum hraða og með sínum hætti.

Grunnur

Áður en hægt er að tækla helstu CTF flokkana, þá er gott að þekkja undirstöðurnar.

  • 10 kann að hljóma eins og merkileg tala, en hún er það ekki! 10 er grunntala þess talnakerfis sem við notum dagsdaglega, en við getum notað nánast hvaða tölu sem grunntölu. Það kemur í ljós að það hentar okkur betur að nota grunntölurnar 2, 8 og 16 þegar kemur aö tölvum og tölvutækum gögnum. Skoðum aðeins sögu annarra talnakerfa og hvernig hægt er að skipta á milli kerfa.
  • Kóðun (e. encoding), er leið til að framsetja gögn (gögn í þessu samhengi er runa af 0 og 1) (passið að rugla ekki saman kóðun og dulkóðun (e. encryption)).
    • Þegar kemur að almennum kóðum, þá er gott að byrja á að skoða HEX og Base64
    • Mikilvægur þáttur í kóðun er kóðun bókstafa (e. character encoding). Í upphafi var allt ASCII, sem hafði ýmsa galla í för með sér. Heill hafsjór er til af kóðun bókstafa en núna hefur heimurinn að mestu leyti sæst á UTF-8 útfærsluna af UNICODE staðlinum.
  • Það er alls ekki þannig að allir hakkarar noti sama stýrikerfið, sumir nota Windows, aðrir Mac og enn aðrir Linux. Það er þó hollt fyrir alla að prófa sig áfram á stýrikerfum byggð á UNIX (þ.e., Linux og Mac), og þá sérstaklega skipanalínunni (e. command line/terminal).
    • Skoðum aðeins Linux skipanalínuna.
    • OverTheWire er með skemmtilega kennslu á Linux skipanalínuna.
    • Hægt er að prófa Linux skipanalínuna á Netinu, án þess að þurfa að setja upp stýrikerfið, með CoCalc.

Fleiri hafa tekið saman kynningar á CTF, og hér eru nokkur dæmi.

Flokkar

CTF keppnir reyna á fjölbreytta og ólíka þekkingu. Hér munum við skipta þeiri þekkingu, sem nauðsynlegt er að öðlast, í flokka ásamt því að benda á kennsluefni.

Gott er að hafa grunnþekkingu á öllum þessum flokkum, en ekki er nauðsynlegt að sökkva sér í þá alla, enda gríðarlegt efni að fara yfir. Flestir velja sér ákveðna flokka til að sérhæfa sig í.