Hoppa yfir í efnið

Inngangur

Dulkóðun (e. crypto) snýst um að misnota veika, eða illa útfærða, dulkóðun. Verkefni í þessum flokki krefjast oft á tíðum meiri fræðilegrar þekkingar en hinir flokkarnir, og henta sérstaklega þeim sem hafa áhuga á stærðfræði.

  • Gott er að byrja á þeirri tegund dulkóðunar sem notuð var af Júlíusi Caesar fyrir um 2000 árum. Hann notaðist við dulkóðun með umskiptum (e. substitution cipher), en áhugaverðan inngang að þess lags dulkóðun og öðrum skyldum má finna í Crypto Corner.
  • Cryptohack er skemmtileg gagnvirk leið til að stíga sín fyrstu skref í heimi dulkóðunar. Verkefnin verða fljótt erfið, svo ekki setja stefnuna á að klára allt í einum rykk.
  • Cryptopals er ekki jafn byrjendavæn kynning á dulkóðun, en engu að síður mjög góð. Einn kostur við Cryptopals er að margir hafa leyst verkefnin, svo auðvelt er að finna myndbönd með lausnum á YouTube.