Hoppa yfir í efnið

Æfingar

Æfingin skapar meistarann. Þetta á við um CTF keppnir eins og allt annað. Fjöldinn allur af CTF keppnum eru haldnar um allan heim ár hvert, og margar (ef ekki flestar) eru opnar öllum. CTFtime er fyrsta stoppistöð þeirra sem hafa áhuga á CTF. Síðan gefur yfirlit yfir þær keppnir sem eru í gangi, leggur mat á hversu erfiðar þær eru, sýnir frammistöðu helstu CTF liða heims, o.s.frv.

Lausnir

Algengt er að keppendur skrifi upp lausnir (e. writeup) á verkefnum sem koma fyrir í þeim CTF keppnum sem þeir taka þátt í. Þessar lausnir eru eru frábær leið til að læra og koma sér betur inn í CTF keppnir.

  • CTFtime er með yfirlit yfir lausnir
  • CTFs GitHub síðan er með (gamlan) lista, flokkaðan eftir árum.

CTF æfingarkeppnir og skyldar æfingar

CTF keppnir eru yfirleitt opnar í stuttan tíma, en margar æfingarkeppnir eru í boði fyrir byrjendur, jafnt sem lengra komna.

  • picoCTF er ein frægasta CTF keppni heims, haldin af Carnegy Melon University (CMU). CMU eru mjög áhugasamir um kennslu á CTF og þeir bjóða upp á æfingar í picoGym.
  • CTFlearn
  • 247CTF
  • Hacker101 CTF er CTF æfingakeppni sem gerð er af HackerOne, sem er einn stærsti bug bounty verkvangur heimsins.
  • Hack The Box er ekki beint CTF æfingarkeppni, en þessi vefur býður upp á að ráðst á raunverulega galla á raunverulegum vélum. Vel þess virði að skoða ef þú hefur áhuga á að vinna við tölvuöryggi í framtíðinni. IppSec er með YouTube rás þar sem hann leysir flest (ef ekki öll) verkefnin í Hack The Box.
  • HackThisSite
  • RingZer0
  • Root Me